Fjöllyfjameðferð er almennt skilgreind sem regluleg notkun fimm eða fleiri lyfja.
Fjöllyfjameðferð getur verið nauðsynleg þegar fólk er með fleiri en einn sjúkdóm eða þarf fleiri en eitt lyf til að meðhöndla sama sjúkdóm.
Lyf geta haft áhrif á hvert annað og er þá talað um milliverkanir. Þegar nýju lyfi er ávísað skiptir máli að læknir hafi aðgang að upplýsingum um öll lyf og fæðubótarefni sem skjólstæðingur tekur reglulega.
Því fleiri lyf sem einstaklingur notar því meiri er hættan á aukaverkunum, lyfjatengdum veikindum og milliverkunum.
Fæðubótarefni geta truflað virkni lyfja og haft áhrif á öryggi og árangur meðferðar.